Laugardagurinn 21. Desember 1968, átök á Austurvelli Eftir Mótmælafund á í Tilefni átta ára Afmæli Þjóðfrelsisfylkingarinnar í Suður-Víetnam Sem Haldinn Var í Tjarnarbúð. Átök Við Lögregluna.

Þættir úr náttúrsögu óeirðar í Harbinger

Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á opnun á sýningu Unnars Arnar Þættir úr náttúrsögu óeirðar, laugardaginn 24.9. kl.16:00. Sýningin stendur til 23.10.
Sýningin Þættir úr náttúrusögu óeirðar markar endalok vettvangsathugunar Unnars Arnar á sögu óeirðar hér á landi þar sem hann hefur kannað hvernig óeirð birtist í sameiginlegu minni þjóðarinnar með margvíslegum hætti. Unnar hefur beint sjónum að togstreitunni á milli opinberrar sögu samfélagsins og frásagna úr lífi einstaklinga í verkum sínum, en að undanförnu hefur hefur hann einblínt á birtingarmyndir af átökum og óhlýðni fjöldans. Verk með áþekku viðfangsefni voru m.a. í sýningunum Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II. hluti á Listasafn ASÍ árið 2014 og á sýningunni Niðurinn í Safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð árið 2015.

Líkt og oft áður er hluti verkanna sem Unnar Örn sýnir í formi prentaðs efnis, útgáfu sem taka má með sér af sýningunni. Að þessu sinni er það bók sem samnefnd er sýningunni og inniheldur ljósmyndir sem birta óeirð af einhverju tagi. Þær sýna hvers kyns samkomur sem farið hafa fram hérlendis; mótmæli, fjöldagöngur, jafnvel hátíðir eða formlegar athafnir valdhafa. Ljósmyndirnar spanna tímabilið frá 1880 til dagsins í dag en verkið er að mestu leyti unnið upp úr heimildum af Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Útgáfan sýnir hvernig Unnar beitir miðli bókarinnar á markvissan hátt til að að draga fram og skoða viðfangsefni sín á sjónrænan hátt. Verkið bætist í safn bókverka sem hann hefur gefið út á síðustu 10 árum og mynda einstakt höfundarverk íslensks myndlistarmanns. 
Texti: Heiðar Kári Rannversson

Sýningin hlaut undirbúningsstyrk frá Myndlistarsjóði.
_ _ _ 

Unnar Örn lauk Mastersnámi við Listaháskólann í Malmö árið 2003 og útskrifaðist frá Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1999. Í myndlist sinni vinnur Unnar Örn gjarnan með staðreyndir, frásagnir og merkingu Sögunnar, og gefur henni annað samhengi innan ramma myndlistarinnar.

Harbinger welcomes you to the opening of the exhibition On the natural history of unrest by Unnar Örn, Sat 24th of September at 4pm. The show runs until October 23rd.

The exhibition On the natural history of unrest marks the end of Unnar Örn’s investigation into the history of unrest in Iceland, where he has studied the various ways in which unrest appears in the collective motifs of the Icelandic people.

The exhibition consists of an installation, archival photos and a publication, available for purchase during the show.

The exhibition is funded by the Icelandic Visual Arts Fund
_ _ _ 

Unnar Örn completed his MA at the Malmö Art Academy in 2003 and graduated from the Icelandic School of Arts and Crafts (now IAA) in 1999. In his work Unnar Örn deals with the facts, narratives and meanings of History, and gives it a new context within the framework of fine art.

Harbinger
Freyjugötu 1
101 Reykjavík

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com