Beljur

ÞÁ er NÚ – samsýning á Korpúlfsstöðum á Grafarvogsdegi

ÞÁ er NÚ er heiti samsýningar listamanna á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum, helgina 27.maí og 28. maí n.k., frá kl. 13:00 til 17:00. 

NÚ varir aldrei lengur en í brot af augnabliki en ÞÁ nær yfir allt sem gerðist fyrir það augnablik, allt sem einhverntíma hefur gerst var ÞÁ – með þessa staðreynd í huga fæddist nafn sýningarinnar sem minnir okkur öll á að ekkert sem við erum að fást við í dag er áunnið án tengingar við ÞÁ.

Korpúlfsstaðir voru reistir 1930 ÞÁ var hér stærsta og tæknivæddasta kúabú á Norðurlöndum NÚ eru Korpúlfsstaðir ennþá fullir af orku en annars konar búskapur – listabúskapur.

Kl.13:00   Opnun sýningar
Kl.13.15    Kalmanskórinn fá Akranesi  
Kl.14:00   Alex Ford og Ingólfur Hektor flytja tónlistaratriði
Kl.15:00   María Magnúsdóttir söngkona flytur vel kunna jazzstandara ásamt meðleikara

KORP ART – Markaður á textillofti. 

Gallerí Korpúlfsstaðir fagnar 6 ára afmæli sínu á Grafarvogsdaginn og býður í tilefni þess 10% afslátt.

Kaffistofan verður opin allan sýningatímann.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com