TESUR í Hallgrímskirkju

TESUR

Hallgrímskirkja
28.- 31. okt. 2017, klukkan 10:00-17:00

 

Tesur er þátttökugjörningur sem myndlistarmennirnir Ólöf Nordal og Guðrún Kristjánsdóttir standa fyrir.

Gestum Hallgrímskirkju er boðið að semja og teikna sínar eigin ,,tesur‘‘, prenta með háprenti á pappír og negla á tréhurð í kirkjunni.

Tesa er málsgrein, yfirlýsing, mótmæli, sem í þessum gjörningi má setja fram í máli eða myndum.

Verkið á að minna á gjörninginn þegar Lúther negldi tesurnar 95 á kirkjuhurðina í Wittenberg í Þýskalandi árið 1517 og markaði þannig upphaf siðaskipta í Evrópu.

Þróun vestræns prentverks og upphaf siðaskipta liggja samsíða í tíma. Mótmælendur í Norður Evrópu nýttu sér þessa nýju tækni til að breiða út hinn nýja sið hvort sem var til prentunar á guðsorði eða áróðusritum.

Þátttökugjörningurinn Tesur var fyrst settur upp á Hólum í Hjaltadal á Hólahátíð í sumar, en þar er vagga prentlistar á Íslandi og er talið að fyrsta prentsmiðjan hafi verið sett þar upp um 1530 af Jóni Arasyni Hólabiskupi. Seinna notaði Guðbrandur Þorláksson biskup sömu prentsmiðju til útbreiðslu siðbótar hérlendis með stórfelldri bókaútgáfu á íslenskri tungu. Ber þar hæst prentun Biblíunnar 1584.

Verkið er unnið að beiðni nefndar um fimm alda minningu siðbótarinnar 2017

 

THESES

Hallgrímskirkja
28 – 31 October 2017, 10:00 – 17:00

 

Theses is an event with audience participation organized by artists Ólöf Nordal and Guðrún Kristjánsdóttir.

Visitors to Hallgrímskirkja are invited to write and draw their own “theses,” print them out, and nail them to a wooden door in the church.

A thesis is a paragraph, an announcement, or a protest, which in this case can be presented in either words or images.

The resulting work is meant to commemorate the event in Wittenberg in Germany in 1517, when Luther nailed his 95 theses to the door of the Wittenberg castle church, thereby marking the beginning of the Reformation in Europe.

The development of printing and the beginning of the Reformation were concurrent events. Protestants in Northern Europe used this new technology to spread the Reformation by printing both the Bible and propaganda pamphlets.

The first Theses event took place in Hólar í Hjaltadal last summer as part of the Hólar Festival. The history of printing in Iceland began in Hólar, the first printing press having been set up there around 1530 by the Bishop of Hólar, Jón Arason. Bishop Guðbrandur Þorláksson later used the same press to spread the Reformation in Iceland, publishing a large number of books in Icelandic, the most important being the Bible translation that appeared in 1584.

The event was organized at the request of the committee on the 500th anniversary of the Reformation in 2017

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com