„Alltaf fannst mér gott að koma aftur íbúðina því það var svo góður andi í húsinu og íbúðinni. Sérstaklega vil ég nefna Poul Weile sem bauð okkur í mat og reyndist okkur einstaklega vel.“

„Gatan og hverfið allt er með fjölmarga veitingastaði með ágætis verðlagi og örstutt er í bæði matvöruverslanir og þvottahús. Þar eru einnig mörg gallerí og aðrir áhugaverðir staðir. Það er töluvert labb upp þrepin 89 og ágætis líkamsrækt, einkum ef maður fer úr húsi oftar en einu sinni á dag. Herbergið er stórt og rúmgott og ágætis vinnuaðstaða og sameiginlegt eldhús, salerni og bað sömuleiðis. Við höfðum góða nágranna í bæði skiptin og þetta er hið ágætasta sambýli.“

„Ég hef nýtt mér vinnustofu SÍM í Berlin. Ég held því fram að vinnustofan sé sú besta sem SÍM hefur uppá að bjóða. Það er aðallega vegna þess frábæra umhverfis og tækifæra sem Berlin hefur uppá að bjóða. Ég hef verið þar bæði um sumar og vetur í vinnustofunni, það skiptir engu, það er alltaf æðislegt að vera þar. Íbúðin er mjög vel staðsett, bæði er Hverfið Friedrichshain frábært og stutt í bahn-inn til allra átta.“

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com