Ttytryr

TENGING – María Kjartans

Ljósmyndasýning

TENGING – María Kjartans

 Ramskram gallerý Njálsgötu 49  

Opnun 9. febrúar frá 17-19

10.02 – 10.03. 2019

Verkfnið

Það er eitthvað meira við náttúruna heldur en að við sjáum.  Það er þarna án þess að við vitum nákvæmlega hvað það er.  Þessi yfirnáttúrulega tilfinning sem maður upplifir á ákveðnum stöðum, þessi tenging þegar að manni finnst líkaminn leysast upp í mólikúl og blandast saman við eitthvað miklu stærra.  

Verkefnið sem hefur fengið heitið Tenging er ljósmyndasería sem fjallar um skoðun Maríu á þessu fyrirbæri,  sambandi náttúru og manns og hvernig þeirri rofnu tenginu sem orðið hefur hjá okkur nútímamanninum við náttúrulegt umhverfi okkar er mögulega hægt að heila með forvitni, tengingu og meðvitaðri nánd.

Samstarf

Listakonan Harpa Rún Ólafsdóttir mun koma inn á miðju tímabili sýningarinnar og vinna áfram með valdar ljósmyndir á sýningunni.  Þá mun hún draga fram með teikningu myndrænt hið viðkvæma og oft óþekkta sem leynist allt í kring um okkur.  Með því að sjóða saman draumkenndar ljósmyndir Maríu af fólki og náttúru og súrrealískar teikningar Hörpu Rúnar er hugmyndin að skapa áður óþekkta veröld innan þeirrar veraldar sem blasir við okkur í hversdagsleikanum. 

María Kjartans

f. 3 okt 1980 – Myndlistarkona

María útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2005 (BA) og Glasgow School of Art árið 2007 (MFA). Hún hefur síðan sýnt ljósmyndir sínar og stuttmyndir á tugum samsýninga, einkasýninga og listviðburða víðsvegar um heiminn, en helst má nefna sýningarstaðina Arken Museum, Modern Art-Kaupmannahöfn, Museum de Nervi-Genoa á Italíu, Arsenal Gallery Póllandi, The Museum of National History í Svíþjóð, Ljungbergmuseum í Frederiksborg og 2nd Roma Pavilion á Feneyjartvíæringnum 2011.  María hefur á starfsferli sínum unnið til fyrstu verðlauna fyrir ljósmyndaseríur sínar á Signature Art verðlaunahátíðinni í London, Magnum Photos – Ideas Tap samkeppninni og Helsinki Photo Festival. 

www.mariakjartans.com

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com