TALK Series: Diedrich Diederichsen – Hvenær hófst samtíminn? Hafnarhús – Fimmtudag 26. mars kl. 20

 

Diedrich_Diederichsen

 

 

Fimmtudag 26. mars kl. 20

TALK Series: Diedrich Diederichsen – Hvenær hófst samtíminn?

Hafnarhús

 

Diedrich Diederichsen, prófessor við listaakademíuna í Vínarborg, er fyrsti gestur í fyrirlestrarröðinni TALK Series á árinu 2015.

 

Fyrirlestur Diederichsens nefnist „When Did Contemporaneity Start? The Problems of a Degree Zero and the case of 1960“. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um hugtakið samtími og velta upp spurningum er varða hugmyndir um tímabilið í listasögunni sem kallað hefur verið „samtímalist”. Þá mun Diederichsen beina sjónum að árinu 1960 sem hugsanlegum upphafspunkti þessa samtímalistarinnar.

 

Diedrich Diederichsen (f. 1957 í Hamborg) er einn afkastamesti menningarrýnir Þýskalands, en hann fæst jöfnum höndum við skrif um tónlist, samtímalist, kvikmyndir, leikhús, hönnun og pólitík.

Diederichsen var blaðamaður, ritstjóri og útgefandi hjá hinum virtu tónlistarblöðum Sounds og Spex á níunda áratug síðustu aldar. Síðan í byrjun tíunda áratugarins hefur hann m.a. kennt við háskóla í Stuttgart, Pasadena, Offenbach am Main, Munchen,Köln, Los Angeles og Gainesville. Hann var prófessor við Merz akademíuna í Stuttgart frá árunum 1998 til 2007 og hefur síðan 2006 verið prófessor við listaakademíuna í Vínarborg.

Diederichsen skrifar reglulega í helstu tímarit og dagblöð Þýskalands en auk þess hafa birst eftir hann greinar í blöðum á borð við Artscribe, Artforum og Frieze.Nýlegar bækur eftir Diederichsen er m.a: Über Pop-Musik (Köln: Kiepenheuer & Witsch, 2014); The Whole Earth: California and the Disappearance of the Outside (Berlin/New York: Sternberg Press, 2013) og The Sopranos (Zürich: diaphanes-booklet 2012).

Diedrich Diederichsen býr í Berlin og Vínarborg.

 

TALK Series er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Listaháskóla Íslands. Lagt er uppi með að skapa vettvang fyrir alþjóðleg tengsl og umræður um myndlist í fyrirlestraröð ár hvert. Þátttakendur eru virtir sýningarstjórar, fræði- og listamenn sem eiga merkan feril að baki á alþjóðlegum vettvangi.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn án endurgjalds.

Styrktaraðilar fyrirlestraraðarinnar TALK Series eru Goethe-Institut, Bandaríska sendiráðið á Íslandi og Promote Iceland.

 

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com