Listasafnið á Akureyri

Talaðu við mig! Fjölskylduleiðsögn, leikir og vinabandasmiðja í Listasafninu á Akureyri

Laugardaginn 27. júlí kl. 11-12:30 verður fjölskylduleiðsögn, leikir og vinabandasmiðja fyrir börn á öllum aldri og aðstandendur þeirra um sýninguna Talaðu við mig! í Listasafninu á Akureyri. Leiðsögnin og smiðjan er ókeypis og ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Allir eru velkomnir.

Á sýningunni Talaðu við mig! eru verk nítján lettneskra listamanna og koma verkin frá þjóðlistasafninu í Riga. Lettnesk samtímalist er í sókn og á sýningunni er því haldið fram að frelsi grundvallist á tengslum. Í verkunum sem valin hafa verið til sýnis kryfja lettneskir listamenn sjálfsmynd sína og leit að lífvænlegri framtíð.

Umsjón með fjölskylduleiðsögninni og smiðjunni hafa Heiða Björk Vilhjálmsdóttir fræðslufulltrúi og Brynhildur Þórðardóttir hönnuður.

Norðurorka styrkir fræðslustarf Listasafnsins á Akureyri.

Enginn aðgangseyrir Viðburðurinn er hluti af Listasumri

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com