Askja 5

TÆKIFÆRI Í BERLÍN FYRIR FÉLAGSMENN SÍM

Stjórn SÍM hefur ákveðið að veita tveimur félagsmönnum tækifæri til að dvelja frítt í einn mánuð í gestavinnustofu SÍM í Berlín, en um er að ræða mánuðina mars og september 2018.  Þeir sem verða fyrir valinu fá einnig tækifæri til að segja frá Berlínardvöl sinni og listsköpun í tímaritinu STARA.

SÍM hefur getað boðið félagsmönnum sínum að dvelja í Gestavinnustofu SÍM í Berlín frá árinu 2010.

Gestavinnustofan er á 5. hæð í fjölbýlishúsi í Neue Bahnhofstrasse 27, í Friedrichshain í austurhluta Berlínar.

Sjá frekari upplýsingar á heimasíðu SÍM:  https://sim.is/residency/berlin-residency-2/

STARA er rit SÍM, myndlistarit sem leitast við að efla umræðu og þekkingu á myndlist ásamt því að segja frá starfsemi SÍM. STARA er gefið út bæði á íslensku og á ensku, og höfðar jafnt til fagfólks sem og áhugafólks um myndlist.

Sérstök úthlutunarnefnd mun fara yfir umsóknirnar, og mun úthlutun verða lokið fyrir 25. janúar  2018. Valnefndin áskilur sér allan rétt til þess að velja og hafna umsóknum án sérstaks rökstuðnings eða útskýringa.

Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2018 og skal senda umsóknir rafrænt til:  sim@sim.is

Þeir sem verða svo heppnir að fá fría dvöl í Berlín geta einnig sótt um dvalarstyrk hjá Muggi, en umsóknarfrestur þar er til 1. febrúar 2018.

Einnig er hægt að sækja um ferðastyrk hjá Myndstefi eftir að dvöl lýkur, en umsóknarfrestur Myndstefs er iðulega á haustin.

Skilyrði fyrir umsókn:

  • Umsækjandi verður að vera fullgildur félagsmaður í SÍM.
  • Skila verður greinargerð, þar sem fram kemur hverju umsækjandi hyggst vinna að meðan á dvöl stendur, max 200 orð.
  • Ef umsækjandi er ekki með heimasíðu, þá þarf að senda 4-5 myndir af verkum sem hafa verið unnin síðastliðið 3 ár.
  • CV max 1 x A4 blað.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com