Cyberhyper

Sýnining Þórdísar Erlu Zoega – Hyper Cyber í Þulu

Þórdís Erla Zoëga heldur einkasýninguna “Hyper Cyber” í Þulu, Hjartatorginu, 101 Rvk. Sýningin opnar laugardaginn 29.ágúst kl.13-18

Hyper Cyber er rannsókn á stafrænni fagurfræði í daglegu lífi þar sem að ýmis tákn með skírskotun í stafrænt myndmál eru krufin og sýnd á kunnuglegan en óhlutbundinn hátt.

Í nútímalífi eru skjáir af ýmsu tagi stór partur af degi hverrar manneskju. Við vinnum í tölvunni yfir daginn, skoðum símann í lausum stundum og horfum á sjónvarpið á kvöldin. Skjáir og viðmót þeirra eru orðnir stærri partur af lífi okkar heldur en við gerum okkur raunverulega grein fyrir.

Á sýningunni Hyper Cyber er skjám og tölvumyndmáli gert hátt undir höfði. Stafrænir hlutir er einfaldaðir með því að taka út hið stafræna og það eina sem eftir situr er kunnuglegt myndmál og lýsandi skjáir með enga virkni.

Þórdís Erla Zoëga er myndlistarkona búsett á Íslandi. Hún er með BFA gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam þar sem hún stundaði nám á árunum 2008-2012. Árið 2017 útskrifaðist hún með diplómu í Vefþróun úr Vefskólanum.
Hún hefur sýnt víða t.a.m. í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel og Tékklandi. Á Íslandi hefur hún gert verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn, Konsúlat Hótel, Íslenska Dansflokkinn og sýnt í D-sal Hafnarhússins.

Þórdís gerir verk í hinum ýmsu miðlum sem eru spunnin út frá nánd, symmetríu og jafnvægi.

www.thordiserlazoega.is
www.instagram.com/thordiserlazoega

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com