Sýningum framlengt: MYNDIR ÁRSINS 2014 og RAGNAR TH. SIGURÐSSON

1d43e201-4cd7-4596-a99e-154fc72e4256      Mótmælasvelti
Sýningum framlengt:  Ragnar Th. Sigurðsson og Myndir ársins 2014 
Sýningunum Myndir ársins 2014, sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands og einkasýning Ragnars Th. Sigurðssonar, ljósmyndara og Norðurheimskautsfara hafa verið framlengdar til 4. apríl. Safnið er opið á skírdag, 2. apríl og laugardaginn 4. apríl  frá kl. 11-17. Lokað föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.

Ragnar Th. Sigurðsson leiðir gesti um sýninguna Ljósið næstkomandi sunnudag, 29. mars kl. 15.

Ragnar hóf feril sinn sem fréttaljósmyndari árið 1975. Hann setti á stofn eigið ljósmyndastúdíó Arctic-Images árið 1985 og hefur síðan hlotið alþjóðlegan orðstýr fyrir fjölbreytt verkefni. Ljósmyndir hans hafa birst víða; í auglýsingaherferðum, bókum, tímaritum og dagblöðum á borð bið New York Times, Time, Newsweek, National Geographic, Digital Photographer og Geographical. Ragnar er þekktur fyrir einstæðar náttúruljósmyndir sínar og hefur fengist við ljósmyndun á Norðurheimsskautssvæðinu í yfir 30 ár. Hann hefur ferðast víða og ljósmyndað þekkt náttúruundur Íslands. Ljósmyndir Ragnars af gosinu í Eyjafjallajökli birtust m.a. á forsíðu New York Times og Time, sem síðar birtist í yfirliti tímaritsins fyrir myndir ársins 2010. Titill sýningarinnar vísar í endurhæfingarmiðstöðina Ljósið, sem veitir stuðning fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Ragnar Th. Sigurdsson styrkir Ljósið um ágóða af sölu verkanna hjá Arctic-Images, www.arctic-images.is.

Á sýningunni Myndir ársins 2014 eru116 myndir sem valdar hafa verið af dómnefnd úr 905 myndum 24. blaðaljósmyndara.  Veitt voru verðlaun í níu flokkum, þ.e. fyrir Mynd ársins og fyrir bestu fréttamyndina, umhverfismyndina, portrett myndina, íþróttamyndina, daglegt líf, tímaritamynd, myndröð ársins og myndskeið ársins. Bók með bestu blaðaljósmyndum ársins 2014 kom út í tilefni sýningarinnar og er fáanleg í safnbúð Gerðarsafns.

Myndir:
Ragnar Th. Sigurðsson, Ljósið, 2014
Sigtryggur Ari Jóhannesson, Mynd ársins 2014

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com