
Sýningu Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur lýkur á laugardaginn
Sýningu Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur í SMIÐSBÚÐINNI (sem er gullsmíðaverslun og vinnustofa) að Geirsgötu 5a í Reykjavík (við hliðina á Sægreifanum) lýkur laugardaginn 29. ágúst kl 15.
Þar sýnir hún textílverk í tré og móberg, útsaumaða steina og vafða viðarkubba.
Þetta eru nokkurs konar myndljóð, um það þegar líf og litur vex út úr gráma vetrarins. Helga Pálína verður á staðnum milli kl 13 og 15 á laugardag

