K&B

Sýningin Sensible Structures opnar á laugardaginn kl 17

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Sensible Structures, laugardaginn 30.mars kl. 17

Listamenn sýningarinnar eru Kristinn Már Pálmason, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir og Ludwig Gosewitz. Sýningarstjóri er Erin Honeycutt

Sensible Structures 

Sýningin Sensible Structures skoðar hugmyndafræðileg tengsl sem eiga sér stað í rýminu milli hins sjónræna og munnlega í verkum Kristins Más Pálmasonar (1967), Bryndísar Hrannar Ragnarsdóttur (1974) og hins látna Flúxus listamanns Ludwig Gosewitz (1936 – 2007).

Sýningin opnar 30. mars kl. 17 í Kling & Bang og stendur til 26. maí. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis

Um listamennina

Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir (1974) útskrifaðist með BFA gráðu frá Listaháskóla Íslands og MFA gráðu frá Akademie der Bildenden Künste, í Vínarborg árið 2006. Bryndís hefur haldið fjölda einkasýninga, nefna má sýningar í Nýlistasafninu, the Athens School of Fine Arts (Athens, GR) og Woodstreet Galleries (Pittsburgh, BNA) ásamt fleirum.

Kristinn Már Pálmason (1967) nam við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og lauk MFA gráðu frá The Slade School of Fine Art, University College London árið 1998. Á ferli sínum hefur Kristinn haldið yfir tuttugu einkasýningar hérlendis sem og erlendis ásamt því að taka þátt í öðrum myndlistartengdum verkefnum. Hann er jafnframt einn stofnanda sýningarrýmanna Anima (2006-2008) og Kling & Bang.

Ludwig Gosewitz (1936, Naumburg-Saale – 2007, Bad Berka) nam við Akademie für Tonkunst í Darmstadt heimspeki og tónlistarsmíði við Johann Wolfgang Goethe-Universität in Frankfurt am Main. Gosewitz var áhrifamikill listamaður innan Flúxus hreyfingarinnar í Amsterdam á sjöunda áratugnum. Hann vann sem glersmiður í Berlín frá árunum 1973-1978 og síðar sem prófessor við glerlistadeild Akademie der Bildende Künste München á árunum 1988-2001.

Erin Honeycutt (1989, Atlanta, BNA) er rithöfundur og sýningarstjóri sem býr og starfar í Reykjavík og Amsterdam. Erin lærði listasögu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands (2016) og stundar nú nám í trúarbrögðum og dulspeki við University of Amsterdam (2019).

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com