Sýningin „MARA“ verður haldin í sýningarsal SÍM í tengslum við Vetrarhátíð, dagana 5. – 25. febrúar 2015.

 

Auður - mara - mynd

Sýningin „MARA“ verður haldin í sýningarsal SÍM í tengslum við Vetrarhátíð, dagana 5. – 25. febrúar 2015.

Opnun sýningarinnar er fimmtudaginn 5.febrúar, kl 17-20.

 

Í málinu er mara oft notuð yfir eitthvað sem hvílir þungt á manni eða traðkar, sbr. þungar áhyggjur. Mörur eru einnig kallaðar þær verur sem setjast á bringu dreymanda og láta hann fá martröð; traðka á manni. Hópur myndlistarkvenna sem allar eru nýlega útkskrifaðar úr Listaháskóla Íslands vinna verk fyrir sýninguna út frá mismunandi birtingarmyndum af möru.

Út frá þessu er viðeigandi að halda sýninguna eftir vetrarsólstöður, þegar sólin er farin að sjást á ný.

Auk þess má nefna að þann 5. febrúar er fullt tungl.

Sýnendur eru:
Auður Ómarsdóttir
Freyja Eilíf Logadóttir
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir
Guðrún Heiður Ísaksdóttir
Halla Birgisdóttir
Hrönn Gunnarsdóttir
Ólöf Rún Benediktsdóttir
Ragnhildur Weisshappel
Sigrún Gunnarsdóttir
Sunneva Ása Weisshappel
Þórdís Erla Zoega
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com