Sýningin Listhneigð Ásmundar Sveinssonar verður opnuð í Ásmundarsafni 9. maí

             
Ásmundur Sveinsson, Listhneigð, 1936. Ásmundur Sveinsson, Listhneigð, 1936.

 

Fyrsta sumarsýning Listasafns Reykjavíkur, Listhneigð Ásmundar Sveinssonar,  verður opnuð í Ásmundarsafni laugardaginn 9. maí kl. 16. Á sýningunni er ferli Ásmundar (1893–1982)  gerð skil með lykilverkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur.

Ásmundur Sveinsson var á meðal frumkvöðla íslenskrar höggmyndalistar og sótti innblástur fyrst og fremst í íslenska náttúru og bókmenntir, sem og til þjóðarinnar. Efnismikil, kröftug og stundum ógnandi verk hans eru lík þeim kynjamyndum sem oft má lesa úr íslenskri náttúru. Hann tileinkaði sér jafnframt meginstrauma alþjóðlegrar listsköpunar og gaf henni um leið íslenskt yfirbragð.

Ásmundarsafn er helgað verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Í safninu gefur að líta verk sem spanna feril listamannsins.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com