11872276 1647759608814723 8633127400856816439 O

Sýningin Kynleikar snýr aftur

Myndlistarsýningin Kynleikar snýr aftur

Kynleikar er feminísk samsýning sem opnar í Tjarnarbíó, laugardaginn 10. október klukkan 19.00. Kynleikahópurinn hefur stækkað umtalsvert frá síðustu uppsetningu, frá því að vera 14 yfir í að vera 24 listamenn sem sýna samstöðu í verki. Til að gera umfjöllunarefni sýningarinnar betri skil býður hópurinn gesti velkomna á málþing þar sem m.a. Magnús Gestsson listfræðingur heldur erindi um hvernig feminismi hefur birst í listasögunni í gegnum tíðina. Að málþingi loknu tekur við gjörningaveisla sem við mælum með að fólk láti ekki framhjá sér fara. Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á Facebook atburði Kynleika.

Opnunartími sýningarinnar er á milli 17.00 – 23.00 alla daga og kemur til með að standa í tvær vikur, gestum til gagns og gamans. Aðstandendur Kynleika verða gestum innan handar til að upplýsa um inntak verka þessarrar umdeildu sýningar.

Kynleikar átti upphaf sitt í grasrótargalleríinu Ekkisens í ágúst síðastliðnum og var sett upp í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna. Sýningin var flutt þaðan yfir í Ráðhús Reykjavíkur þar sem hún var hluti af Afrekasýningu kvenna sem stóð út september. Listamenn Kynleika fjalla í verkum sínum um margbreytilegar hliðar femínismans og upplifun á sinni verund í femínísku samhengi. Mörk líkamans og sjálfið er kannað, sem og hugleiðingar um einstaklinginn í samfélagi sem mótar stöðugt kynin með einum eða öðrum hætti.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com