Burst

Sýningin “Gerir lífið skemmtilegra” Opnar í Gallerí Vest, föstudaginn 18.október kl.17

Það að tengjast listsköpun  hefur gert lífið skemmtilegra, er sannfæring hjónanna, Þóreyjar Eyþórsdóttur og Kristjáns Baldurssonar.

Þar verður opnuð sýning með verkum eftir fjölda listamanna eða 27 alls. Íslenskum og erlendum.  Öll verkin eru í eigu hjónanna Þóreyjar Eyþórsdóttur og Kristjáns Baldurssonar. Verkin hafa þau keypt gegnum 50 ára hjónaband.

Aðdragandinn að þessari samsýningu 26 listamanna má rekja til listviðburða sem hófust á Akureyri fyrir áratugum síðan.

Þórey stofnaði Gallerí AllraHanda 1986 sem varð  fyrsta galleríið  í Listagilinu á Akureyri. Þar voru haldnar fjölda einkasýninga. auk samsýningu m.a. í Gamla Lundi á Oddeyri Akureyri.

Árið 1996 var  samsýning  39 myndlistarmann í Heklusalnum Gleráreyrum á Akureyri.  Listamennirnir voru flestir frá  Reykjavík og Akureyri. Margir þeirra eru höfundar verkanna í Gallerí  Vest.

burst

Þórey lauk námi frá Handíða og myndlistarskóla Íslands 1965, sem vefnaðarkennari. Eftirminnislegustu kennararnir voru, Björn Th. Björnsson og Valgerður Breem. Þau gáfu innsýn í heim listarinnar sem  hefur verið ógleymanleg.

Verið velkomnin í Gallerí Vest Hagamel 67.

Sýningin mun verða opin frá kl. 15 til 18 fram til 1. nóvember. Lokað mánudaga og þriðjudaga.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com