Anna Þóra

Sýningin DULUR, verk eftir Önnu Þóru Karlsdóttur – Listamannaspjall Fimmtudaginn kl 17-18 í Gallerí Gróttu

Fimmtudaginn 18.júlí kl 17 býður Anna Þóra Karlsdóttir í listamannaspjall þar sem Ragna Fróða mun ræða við hana um sýninguna Dulur sem nú stendur yfir í Gallerí Gróttu á Eiðistorgi 11.

“Á sýningunni Dulur eru verk sem mætti hvort heldur flokka sem rýmis-innsetningar eða textílverk á hvítmáluðum veggjum sýningarsalarins. Mörkin eru óljós. Verkin eru ekki unnin sem hluti af endurvakningu gamalla vinnsluaðferða, né heldur eru þau tilraun í málaralist, en Anna Þóra sýnir útsjónarsemi og fer óhefðbundna leið með efni sem oft gengur af í sauðfjárbúskap nú til dags.”
-Brot úr texta eftir Jessicu Hemmings

Sýningin er til 31. júlí 2019
Opið Mánudaga til Fimmtudaga kl 10 – 19
Föstudaga kl 10 – 17
Laugardaga kl 11 – 14

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com