Untitled 1

Sýningin „ÁREKSTUR“ – Bjarni Sigurbjörnsson

Sýningin „ÁREKSTUR“

Bjarni Sigurbjörnsson sýnir á Mokka 3. desember til 7. janúar 2016

Árekstur andstæðra efna, vakinn af víðfeðmri hreyfingu málarans í átökum hans við sjálfan sig, er grunnur þeirra nýju verka  sem ég sýni á Mokka, en sýninginn opnar föstdaginn 4. desember. Þess má geta að ein af mínum fyrstu sýningum var einmitt á Mokka árið 1992 og þar var ég að fást við svipaða hluti, eða umbreytingu og lífflæði. Þannig er ég enn við sama heygarðshornið eftir 24 ár.  Sem myndlistarmaður hef ég alla tíð verið heillaður af því að skoða hlut eyðileggingar í sköpun og endurnýjun, ekki síst í ljósi myndrænna þátta sem birtast óvænt en eru ekki fyrirfram úthugsaðir eða planaðir. Þegar listamaður gefur sig á vald átaka hugar og líkama í gegnum málverk, losnar úr læðingi skapandi kraftur, flæðandi orka heiðarleika og dirfsku, eins konar myndhvörf fyrir átök listamannsins við óendanlegra óvissu eigin tilvistar, tíma og rýmis.

Opið daglega frá kl. 9.00 til 18.30

Allir velkomnir!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com