Sýningasalur í boði á Brúnum í Eyjafjarðarsveit

Einar og Hugrún á Brúnum í Eyjafjarðarsveit auglýsa sýningasal í boði fyrir listamenn, á Brúnum í Eyjafjarðarsveit, 12 km. frá Akureyri. Húsið er kallað listaskálinn á Brúnum, eða Brúnirhorse á ensku. Þau reka ferðaþjónustufyrirtæki og bjóða upp á hestasýningar ásamt listasýningum og opinni vinnustofu grafíklistamannsins Einars Gíslasonar, en Einar útskrifaðist frá grafíkdeild MHÍ 1995. Allar upplýsingar og myndir er hægt að skoða á síðunni brunirhorse.is og einnig á facebooksíðunni brunirhorse. Einar getur gefið allar upplýsingar um aðstöðu, stærð á sal o.sv.frv. Gjald er verulega stillt í hóf og hægt er að semja um fyrirkomulag. Áhugasamir geta haft samband við brunirhorse@brunirhorse.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com