
Sýningarstjórinn Kóan Jeff Baysa býður félagsmönnum SÍM til viðtals dagana 13. – 15. janúar 2020
Myndlistarmenn innan SÍM sem hafa áhuga á að eiga samtal við K. J. Baysa um feril sinn og myndlist sendi Vallý, skrifstofustjóra Sím, tölvupóst á netfangið sim@sim.is með ferilskrá og myndum af verkum (sem pdf og/eða .jpg) fyrir 31. desember 2019. Vinsamlegast merkið fyrirsögn tölvupóstsins með: “samtal við K.J. Baysa”
Viðtalið er portfolio / möppuyfirferð og samtal á ensku og tekur um að hámarki 30 mínútur. Viðtölin fara fram í húsnæði SÍM að Hafnarstræti 16 í Reykjavík og er mikilvægt að viðmælendur mæti í eigin persónu.
K. J. Baysa, M.D. nam sýningarstjórnun hjá Whitney Museum í New York – Independent Study Program (ISP) og hefur skrifað árum saman fyrir AICA – Alþjóðasamtök listgagnrýnenda.

K.J. Baysa situr í stjórnum ýmissa myndlistasamtaka og hreyfinga. Má þar nefna Art Omi Art Residency and Sculpture Park í Colombia County N Y. Hann er einn stofnenda Hawai-i Biennale International. Hann er búsettur í Los Angeles.