0c3d951d 537f 49cc 9ca5 29758a23f4b6

Sýningarstjóraspjall með Jóni Proppé 29. október

Staðsetningar: fyrri hluti |
Sýningarstjóraspjall með Jóni Proppé á síðasta sýningardegi

Verið velkomin á sýningarstjóraspjall með Jóni Proppé næstkomandi sunnudag, 29. október kl. 15. Viðburðurinn markar síðasta dag fyrri hluta sýningarinnar Staðsetningar en seinni hlutinn opnar föstudaginn 3. nóvember kl. 20.

Staðsetningar er sýning á verkum Einars Garibalda Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar, sem unnið hafa með málverkið um árabil. Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur hafa báðir mótað með sér persónulega nálgun í rannsóknum sínum á náttúru, stöðum og staðsetningum. Einar Garibaldi skoðar kennileiti, landakort og merki í náttúrunni og vekur athygli á því hvernig skilningur okkar á umhverfinu mótast og breytist. Kristján Steingrímur leitar út í náttúruna og vinnur verkin úr sjálfum jarðveginum. Í stað þess að mála mynd af staðnum, málar hann “með” staðnum.

Málverk þeirra beggja bera sterk einkenni þeirrar vitsmunalegu nálgunar sem í æ ríkari mæli einkennir samtímamyndlist: Málverkið er ekki lengur bara mynd af landslagi heldur tjáir heimspekilegar vangaveltur um jörðina, okkur sem á henni búa og um listhefðina sem á undan blómstraði. Hvorki Einar né Kristján Steingrímur mála myndir af landslagi en báðir takast þó á við það á markvissan hátt.
– Jón Proppé, sýningarstjóri

Staðsetningar er sýning í tveimur hlutum. Á fyrri hluta sýningarinnar má sjá ný verk listamannanna en á seinni hluta sýningarinnar verður veitt frekari innsýn í vinnuaðferðir og rannsóknir þeirra.

Aðgangur á safnið gildir á viðburðinn.

 

Emplacement | Curator Talk 

Welcome to a curator talk with Jón Proppé on the exhibition Emplacement on Sunday, 29. October at 3 p.m. The event marks the last day of Part One of the exhibition, which presents recent works by Einar Garibaldi Eiríksson and Kristján Steingrímur Jónsson. Emplacement: Part Two will open on Friday 3. November with a focus on the artist’s working methods and inspiration.

The curator talk will take place in Icelandic. Free with admission.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com