Image

Sýningaropnun Textílfélagsins í Anarkíu listasal

Textílfélagið opnar sýningu í Anarkíu listasal í Kópavogi laugardaginn 29. okt kl 15-18. Tuttugu og þrjár félagskonur af 75 taka þátt í þessari sýningu og sýna bæði myndverk og hönnun. Textílfélagið var stofnað  árið 1974 og er eitt af aðildarfélögum SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna og eitt þeirra félaga sem stendur að Hönnuarmiðstöð.

Eitt af aðalmarkmiðum félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og kynna list þeirra og hönnun á innlendum og erlendum vettvangi. Félagið rekur verkstæði að Korpúlfsstöðum í Reykjavík, þar sem félagsmenn hafa vinnuaðstöðu, haldin eru námskeið og kynningar á vegum félagsins.

Anarkía er til húsa við Hamraborg 3 (Auðbrekkumegin) í Kópavogi og er opin miðvikudaga til sunnudaga kl 15-18.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com