Höfði Og Brim M Frett

Sýningaropnun: ríki sjávar // sea state

Tryggvi Þórhallsson sýnir í sal Íslenskrar grafíkur Hafnarhúsinu, hafnarmegin.

Sýningin samanstendur af verkum sem urðu til nú í mars og apríl við hinar “fordæmalausu” aðstæður sem svo voru nefndar. Ætlunin: Að koma þeirri tilfinningu til skila að vera eins og sker sem brýtur á úr öllum áttum. Einnig má ugglaust greina í myndunum áhrif af þungum og fremur erfiðum vetri, miklum veðrum og ótíðindum af slysum og mannshvörfum.

Sýningaropnun laugardag 20. júní kl. 15:00

Flóð

Sýningin er opin um helgar (21., 27. og 28. júní) kl. 12:00-19:00 og
virka daga kl.16:00-19:00          

Verkin á sýningunni eru litblýantsteikningar sem eru skannaðar í hárri upplausn og meðhöndlaðar í myndvinnsluforriti. Eftir meðhöndlun eru verkin bleksprautuprentuð í nokkuð stóru formati á hágæðapappír.

Myndvinnslan byggir á sígildum aðferðum grafíkur og prents: Leik með pósitívt og negatívt, speglanir á litum og togsteituna á milli línu og flatar, teikningar og málverks.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér: https://tryggvisart.net/2020/04/20/riki-sjavar-sea-state/

Höfði og brim
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com