Hrafnhildur Shoplifter  Temporary Image Website NGI

Sýningaropnun og listamannaspjall – Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter

Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter
Taugafold VII / Nervescape VII

Listasafn Íslands / National Gallery of Iceland

26.5. – 22.10.2017

(ENGLISH BELOW)

Opnun sýningarinnar Taugafold VII, föstudaginn 26. maí kl. 20, að listamanninum viðstöddum. Opnunin hefst með ávarpi.

Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter (1969–) er best þekkt fyrir skúlptúra sína og innsetningar úr gervihári, sem takast á við efni á borð við skreytiþörf, hégóma, umbreytingu og mannslíkamann sjálfan. Sem heild finna verk hennar sér stað á svæðinu milli myndlistar og hönnunar. Hún vísar til verka sinna sem „landslags“, jafnvel sem „landslagsmálverks“, án þess þó að mála. Hárið er sýnileg framleiðsla líkamans, þræðir sem vaxa úr líkama okkar, náttúrulegar, skapandi trefjar sem endurspegla heilsufarsástand okkar og gera okkur einnig kleift að birta einstaklingseinkenni okkar. Hár er jafnframt gróteskt og truflandi, sérstaklega þegar það er ekki lengur hluti af líkamanum. Þessir þættir liggja til grundvallar verkum Hrafnhildar.

Í Listasafni Íslands skapar Hrafnhildur innsetningu úr litríku gervihári, sem ber titilinn Taugafold VII og er framhald ámóta innsetninga sem hún hefur sett upp í listasöfnum og á listtvíæringum víða um heim á sl. árum. Gestum safnsins er boðið að njóta verkanna með öllum skynfærum, strjúka þeim og gæla við þau, enda vekja þau gjarna snertiþörf fólks.

Missið ekki af spjalli sýningarstjóra við listamanninn, sunnudaginn 28. maí kl. 14.

Sýningarstjóri: Birta Guðjónsdóttir

——

Opening of the exhibition Nervescape VII, Friday May 26th at 8pm. The artist will be present. The opening starts with an address.

Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter (1969–), is best known for her sculptures and installations made from artificial hair, which deal with issues of adornment, vanity, transformation and enticement. As a whole, her body of work exists in an area between visual art and design. She refers to her works as ‘landscapes’, even as ‘landscape paintings’, albeit made without paint. Hair represents the elemental threads that grow from our body, an original, creative fibre that reflects our state of health and allows us to display our individuality. Hair is also seen as grotesque and disturbing, particularly when it is not attached to the body. These are issues at play in Arnardóttir’s works.

At the National Gallery of Iceland, Arnardóttir creates an installation of colorful artificial hair. Titled Nervescape VII, the work is a continuation of her series of indoor hairscapes, to which the audience tend to be physically drawn, and are invited to touch and cuddle.

Curator: Birta Guðjónsdóttir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com