ANNE OG THÓRA 002

Sýningaropnun: Kalk, Kol, Litur og egg á hör og bómull

Næstkomandi laugardag, þ. 21.11.2020 opnar sýning á verkum Anne Thorseth og Þóru Sigurðardóttur í sýningarsal Félagsins Íslensk Grafík, í Hafnarhúsinu – hafnarmegin. 

Sýningin verður opin daglega kl. 14-17  frá laugardeginum 21.nóvember – 6.desember 2020. 

Vegna samkomutakmarkana eru gestir beðnir að virða mörkin um tíu manns í rýminu hverju sinni.

Á sýningunni eru málverk sem Anne hefur unnið með egg-tempera á bómullarpappír og teikningar á striga sem Þóra hefur unnið, einnig með egg-tempera, kolum og grafít. Anne og Þóra hafa m.a. unnið saman að verkefninu MY PLACE / YOUR PLACE  og sýnt á sýningarstöðum í Danmörku og á Íslandi,

fyrst í Galleri Lars Borella, í Kaupmannahöfn 2005.

Anne Thorseth býr og starfar í Danmörku og hefur unnið sem myndlistamaður frá því hún lauk námi við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1982. Anne hefur rekið eigin vinnustofu, sýnt verk sín reglulega og kennt í lista- og listaháskólum víðsvegar um Danmörku. Anne hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín, farið námsferðir um Evrópu og komið margsinnis til Íslands.  www.annethorseth.dk     annethorseth@gmail.com

Þóra Sigurðardóttir lauk framhaldsnámi í myndlist, skúlptúr og rými  frá Det Jyske Kunstakademi Danmörku árið 1991. Þóra hefur sýnt verk sín á einkasýningum og samsýningum frá því hún lauk námi og  hefur auk þess sinnt kennslu og stjórnun við Myndlistaskólann í Reykjavík, kennt við Listaháskólann og unnið að sýningarstjórnun. Þóra hefur hlotið starfslaun sem viðurkenningu fyrir myndlist sína og fengið stuðning frá Myndlistarsjóði til að fylgja eftir verkefnum á sviði myndlistar. www.thorasig.is  thora@this.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com