D674361d 10f9 41a4 9d14 Df60a1dbbaa2

Sýningaropnun: ‘Innrás I’ á Safnanótt í Ásmundarsafni

Sýningaropnun – Innrás I: Guðmundur Thoroddsen
Safnanótt, föstudag 2. febrúar kl. 17.00 í Ásmundarsafni

Fyrsti hluti sýningaraðarinnar Innrás í Listasafni Reykjavíkur – Ásmundarsafni opnar á Safnanótt, föstudag 2. febrúar kl. 17.00.

Árið 2018 eru fyrirhugaðar fjórar innrásir inn í sýninguna List fyrir fólkið í Ásmundarsafni, þar sem verk myndhöggvarans eru skoðuð út frá ólíkum tímabilum á ferli hans. Völdum verkum hans er skipt út fyrir verk starfandi listamanna.

Fyrsti listamaðurinn í röðinni er Guðmundur Thoroddsen. Guðmundur hefur undanfarin ár beint sjónum sínum á kómískan hátt að karlmennskunni og notað til þess meðal annars skúlptúra úr keramík og viði. Gróf form og efnisnotkun Guðmundar býður upp á áhugavert samtal við verk Ásmundar.

Þremur öðrum listamönnum hefur verið boðið að setja upp verk sín á sýningunni í einkasamtali við verk Ásmundar. Það eru Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter, Margrét Helga Sesseljudóttir og Matthías Rúnar Sigurðsson. Öll vinna þau skúlptúra í ólík efni og veita verk þeirra áhugaverða sýn á þróun þrívíðrar myndlistar, efnisval og viðfangsefni.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com