Theresa 1

Sýningaropnun: Innra, með og á milli í Gerðarsafni 3. júní

(ENGLISH BELOW)

Innra, með og á milli
3. júní – 20. ágúst 2017

Verið velkomin á opnunarviðburð í Gerðarsafni laugardaginn 3. júní. Sýningarspjall með listamönnum og sýningarstjóra fer fram kl. 14. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar opnar sýninguna formlega kl. 15.

Í sýningunni Innra, með og á milli er Gerði Helgadóttur (1928-1975) boðið að taka þátt í samfelldu samtali Ragnheiðar Gestsdóttur (IS), Theresu Himmer (DK/IS) og Emily Weiner (US) sem hófst þegar listamennirnir þrír voru við MFA nám í School of Visual Arts í New York árið 2011. Samtal þeirra og könnun á ólínulegri túlkun á stað og tíma, tungumáli og þýðingum tók á sig áþreifanlega mynd haustið 2015 þegar þær umbreyttu sameiginlegum rannsóknum sínum í sýninguna Speak Nearby í Soloway í Brooklyn, New York.

Fyrir sýninguna í Gerðarsafni hafa þær opnað samtal sitt til að hleypa að Gerði Helgadóttur, brautryðjanda innan íslenskrar höggmyndalistar. Í sýningunni kristallast vangaveltur um samhengi, tíma og gerð sögunnar þar sem listamennirnir fjórir standa jafnfætis þvert á stað og tíma – einhvers staðar inn á milli.

Sýningarstjóri er Malene Dam (DK)

////////

The In, With and Between Us
3. June – 20. August 2017

Welcome to the opening event at Gerðarsafn – Kópavogur Art Museum Saturday 3 June. The artists and curator will participate in a gallery talk at 2 p.m. Mayor of Kópavogur, Ármann Kr. Ólafsson will open the exhibition formally at 3 p.m.

Artists:
Emily Weiner (US)
Gerður Helgadóttir (IS)
Ragnheiður Gestsdóttir (IS)
Theresa Himmer (DK/IS)

Curator:
Malene Dam (DK)

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com