1 100x80cm Acrylicsoncanvas

Sýningaropnun í Norræna Húsinu: „Síðustu forvöð að sjá“

Síðustu forvöð að sjá

Sýningaropnun​
Fimmtudaginn 14. júní kl. 17:00

Verið velkomin á opnun málverkasýningarinnar „Síðustu forvöð að sjá“ eftir Berglindi Svavarsdóttur. Nýjustu verk Berglindar Svavarsdóttur eru unnin með vatnslitum og akríllitum á pappír og á striga.

Náttúran birtist hér í formi plantna, fugla og dýra. Mörg þeirra eru í útrýmingarhættu og sum hver eru endanlega horfin en titillinn á sýningunni vill einmitt minna okkur á að það eru síðustu forvöð að sjá þau áður en það verður um seinan.

Berglind Svavarsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk eftir það BA og MA námi í myndlist frá Accademia di Belle Arti di Brera í Milano á Ítalíu þar sem hún hefur búið og unnið síðan. Hún hefur haldið og tekið þátt í sýningum bæði á Íslandi og á Ítalíu en sýningin í Norræna húsinu er fyrsta einkasýning hennar á Íslandi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com