
Sýningaropnun í Harbinger – No Happy Nonsense
Anna Hrund Másdóttir & Helen Svava Helgadóttir opna samsýningu í Harbinger
No Happy Nonsense // Ekkert happy neitt neitt
16. 02.19-09.03.19
Opnun 16. febrúar kl.19 í Harbinger, Freyjugata 1.
Báðar vinna þær með tilviljunakenndan en hversdagslegan efnivið, efni sem þær kryfja, taka í sundur og endurraða.
Skúlptúrarnir hafa því myndast úr ólíkum efnum sem vaxið hafa saman og mynda nú framandi blendinga.
Þetta er önnur sýning sýningarraðarinnar Rólegt og Rómantískt sem samanstendur af sex sýningum á sex mánuðum í Harbinger fyrri hluta árs 2019.
Sýningarröðinni er sýningarstýrt af Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur, Rúnari Erni Marinóssyni, Unu Björgu Magnúsdóttur og Veigari Ölni Gunnarssyni.
Sýningarröðin Rólegt og Rómantískt er styrkt af Myndlistarsjóði og Myndstef.