1231

Sýningaropnun í Hafnarhúsi

Sýningaropnun í Hafnarhúsi
Arnfinnur Amazeen: Undirsjálfin vilja vel
Fimmtudaginn 12. maí kl. 17

Arnfinnur Amazeen (f. 1977) er þriðji listamaðurinn til að sýna í D-salnum árið 2016. Í verkum sínum fæst Arnfinnur við hversdagsleikann í samtímanum og mótsagnakennt hlutverk manneskjunnar innan hans.

Arnfinnur lauk MFA gráðu frá Glasgow School of Art árið 2006 og BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2001. Af nýlegum einkasýningum Arnfinns má nefna „Kollektive“ í Grafikernes Hus, „Self“ í Værelse 101 í Kaupmannahöfn og „Myrkrið borið inn (á ný)“ í Kling og Bang Reykjavík. Síðasta einkasýning Arnfinns hér á landi var „Gríman er andlitið“ í Kunstschlager árið 2014. Arnfinnur býr og starfar í Kaupmannahöfn.

Í D-sal Hafnarhússins eru að jafnaði sýnd verk eftir listamenn sem ekki hafa áður haldið einkasýningar í stærri söfnum landsins. Markmið sýningaraðarinnar er að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna innan veggja safnsins og beina athygli gesta að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins. Á árinu 2016 eru áætlaðar alls fimm sýningar í sýningaröðinni.

__________________________________________

Exhibition Opening at Hafnarhús
Arnfinnur Amazeen: Subselves Mean Wel
Thursday 12 May 5 p.m.

Arnfinnur Amazeen (b. 1977) is the third artist to exhibit in Gallery D in the year 2016. In his practice he examines the monotonous round of everyday life and the contradictory role of the person within.

Arnfinnur completed a MFA degree from Glasgow School of Art in 2006 and BA degree from the Icelandic Academy of the Arts in 2001. Recent solo exhibitions are “Kollektive” in Grafikernes Hus, “Self” in Værelse 101 in Copenhagen and “Myrkrið borið inn (á ný)” in Kling og Bang Reykjavík. His last solo exhibiton in Iceland was “Gríman er andlitið” in Kunstschlager in 2014. Arnfinnur lives and works in Copenhagen.

Exhibitions in Gallery D at Hafnarhús focus primarily on artists who have not previously held one-person shows in Iceland’s major galleries. The objective of the exhibition series is to offer promising artists the chance to work on their own terms in a public gallery, and to draw the attention of museum visitors to new and interesting developments in the art world.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com