Untitledsdf 2

Sýningaropnun í Anarkíu

Sýningaropnun í Anarkíu
Ljósmyndasýningin Lífið með verkum Díönu Júlíusdóttur opnar í Anarkíu nk. laugardag 7. maí kl. 15. Sýningin er innblásin af göngu á Hvannadalshnúk vorið 2012.
Fjöll og stórfenglegt landslag hefur alltaf heillað Díönu og hefur hún leitast við að beina linsunni að hvoru tveggja. Í fjallgöngum og ferðalögum á vit einstakrar náttúru hefur hún túlkað það sem fyrir augu ber með lýsingu á fólki og náttúru og samspilinu sem skapast þar á milli.
Sýningin stendur til 27. maí en opið er í Anarkíu frá fimmtudegi til sunnudags kl. 15 – 18.
Allir velkomnir.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com