UPPI Medium

Sýningaropnun í Hverfisgalleríi, 12. ágúst

Hverfisgallerí efnir til samsýningarinnar UPPI-NIÐRI í tveimur hlutum nú í ágúst. UPPI er heiti á fyrri hluta samsýningarinnar sem haldinn verður á fyrstu hæð hússins að Hverfisgötu 4 og opnar laugardaginn 12. ágúst næstkomandi kl. 18.00. Sýningin UPPI er sett upp í opnu og hráu rými og stendur til 26. ágúst. Á sýningunni eru innsetningar, skúlptúrar og málverk eftir sex listamenn Hverfisgallerís. Síðari hluti samsýningarinnar, NIÐRI, opnar að viku liðinni, laugardaginn 19. ágúst á Menningarnótt.

Á sýningunni UPPI eru verk eftir: Guðjón Ketilsson, Kristinn E. Hrafnsson, Steingrím Eyfjörð, Sigurð Árna Sigurðsson, Guðnýju Rósu Ingimarsdóttur og Hildi Bjarnadóttur.

Gengið er inn í rýmið á fyrstu hæð beint af Hverfisgötunni.

//

Hverfisgallerí opens a two-part group exhibition UPPI-NIÐRI this August. The first part of the exhibition, UPPI (upstairs), opens Saturday 12 August at 18.00 in an open floor space which is under renovation on Hverfisgata 4. The exhibition includes installations, sculptures and paintings from five Hverfisgallerí artists. The second part of the exhibition, NIÐRI (downstairs), opens on Saturday 19 August during Reykjavík Culture night.

UPPI includes works by: Guðjón Ketilsson, Kristinn E. Hrafnsson, Steingrímur Eyfjörð, Sigurður Árni Sigurðsson, Guðný Rósa Ingimarsdóttir and Hildur Bjarnadóttir.

The exhbition is accessable from the main entrance on Hverfisgata 4-6.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com