28337028 1725860347470974 3814015732034946626 O

Sýningaropnun í Gallerí Fold: Náttúruskynjun eftir Þórunni Báru

Gallerí Fold kynnir með stolti sýninguna Náttúruskynjun eftir Þórunni Báru Björnsdóttur.

Þórunn hefur mikinn áhuga á sambandi manns og náttúru, hvernig við skynjum og upplifum náttúruna og áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar. “Með því að upplifa eðli náttúrunnar í víðara samhengi verðum við líklegri til að skilja okkar eigin stað í náttúrunni og finna til sameiginlegrar ábyrgðar”

Verk Þórunnar eru oft stór og litrík með óræðum formum, vill hún með þeim sýna okkur að með því að stoppa eitt augnablik muni það draga úr streitu í innra samtali manns við hversdagslega náttúru. Verk hennar vekja upp áhuga á umhverfisheimspeki og mannkyninu eins og það kemur fyrir.

Það er vaxandi vitund um að menn séu óaðskiljanlegur hluti náttúrunnar, þar sem bæði menn og náttúra hafa slæm og góð áhrif á hvort annað. Þau hrikalegu áhrif loftslagsbreytinga á umhverfið okkar er gott dæmi um slæm áhrif sem maðurinn hefur lagt á náttúruna í samanburði við þau góðu grös og lækningarmátt sem náttúran hefur gefið okkur í gegnum aldir. Þórunn Bára brýnir fyrir áhorfandanum að raddir listamanna er þörf til að framkvæma eða leggja áherslu á þessar staðreyndir til að beturumbæta hugsun í garð hvors annars.

Sýningin opnar þann 3. mars og stendur til og með 17. mars.

Opnunin byrjar kl 14 og verða léttar veitingar í boði.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com