Computerspirit Profile

Sýningaropnun: Computer Spirit

Kurant Visningsrom kynnir með ánægju Computer Spirit, listasýningu Freyju Eilífar, Andreu Ágústu Aðalsteinsdóttur og Sigthoru Odins, sem opnar föstudaginn 23. febrúar á Skippergötu 1C kl. 18:00 í Tromsø, Noregi.

Kurant bauð Freyju Eilíf vinnustofudvöl sem þátttakanda í Nordic-Baltic AiR dagskránni í Kysten í samvinnu við Troms Fylkeskommune, þar sem hún hefur dvalið í febrúarmánuði á þessu ári.

Sýningin COMPUTER SPIRIT er viðbót við dagskrá áðurnefndrar vinnustofudvalar og mun hún standa opin laugardag og sunnudag frá 16:30 – 20:30.

Það flæðandi kollektíf sem stendur bakvið Computer Spirit varð til árið 2016 þegar fjórar myndlistarkonur sköpuðu sýninguna Stream in a puddle en hún var hluti af Tallinn Art Week listahátíðinni í Eistlandi. Computer Spirit í samvinnu við Kurant í Tromsø, Noregi er þeirra annað samvinnuverkefni.

COMPUTER SPIRIT býður ykkur inn í veröld hinna óséðu tengsla milli tölvunnar og mannsins, að hliði sýndarveruleikans þar sem dreginn er fram rafmagnaður andi andans, íklæddur holdi af innra hugbúnaði.

Verkefnið er styrkt af Norsk Kulturråd og Troms Fylkeskommune.

Sýningin mun svo opna á nýjan leik í Gallery Port, Laugavegi 23B í Reykjavík þann 7. mars kl. 18:00 og standa opin til 13. mars. 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com