28423244 2069221326642011 5053829480228777893 O

Sýningaropnun – ARTgallery GÁTT

HÖFUÐÁTTIR – Myndlistarsýning – 3. til 18. mars, 2018
Opnun – 3. mars, klukkan 15:00

Eftirtaldir listamenn munu sýna í listasalnum Gallerí Gátt, Hamraborg 3a, Kópavogi og kynna listunnendum fyrir nýjustu verkum ásamt stefnu. Allir velkomnir!

Arnar Eyklíður Davíðsson: Arnar útskrifaðist með B.A. gráðu í listmálun og myndlist frá City & Guilds Art School í London árið 2010 og hefur síðan unnið að margvíslegum listverkefnum er snúa að endurminningum og nostalgíu. Hann hefur sýnt á Íslandi og í Englandi.

Diðrik Jón Kristófersson (Nekron): Diðrik útskrifaðist fyrir og um aldamót með hærri diplóma gráðu frá Kýpur ásamt B.A. gráðu í myndlist og formhönnun við Willem de Kooning Akademíuna í Rotterdam. Nýverið lauk hann M.Art.ed. meistaragráðu við Listaháskóla Íslands í Reykjavík. Hann hefur sýnt hérlendis og erlendis, haldið einkasýningar og átt þátt í samsýningum víðsvegar, en verkin snúa oftast nær að goðum, hetjum og vættum Norænnar arfleifðar í blandi við dimma og öfgafulla tóna rokktónlistar.

Helga Ástvaldsdóttir: Helga nam tækniteiknun við Tækniskólann í Reykjavík og hefur jafnframt sótt fjölda námskeiða í myndlist og listtengdum fögum. Hún gegnir stöðu formanns í Myndlistarfélagi Kópavogs ásamt Art Gallery 101 í Reykjavík og er einn af stofnmeðlimum Gallerí Gátt. Hún hefur haldið 9 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga, en verk hennar eru myndrænn óður til íslenskrar náttúru og framsækinna sköpunarkrafta landslagsins.

Igor Gaivoronski (Gigor): Igor útskrifaðist með gráðu í myndlist frá Jana Rozentala Rigas Listaskólanum í Riga, Lettlandi og síðar með gráðu frá Textílháskólanum í Vitebsk, Hvíta-Rússlandi. Ferðalög hans hafa leitt hann til Íslands þar sem hann leikur með borgarbrag og landslag í fjölskrúðugri litadýrð myndlistar, en hann hefur þegar haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á tiltölulega stuttum dvalartíma sínum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com