Anna Sigmarsdottir Surwey 2018 (003)

Sýningaropnun | Anna Snædís Sigmarsdóttir – Borgarbókasafnið Spönginni

Laugardaginn 22. febrúar kl. 14:00

Á sýningunni sýnir Anna Snædís Sigmarsdóttir fjölbreyttar grafíkmyndir og bókverk. Í verkum sínum lítur hún sér nær og vinnur með birtingarmyndir hrauns, mosa og villtrar náttúru.

Gróf línuleg áferð verkanna minnir á öflugt hraunrennsli, djúpar rispur vekja tilfinningu um kraft náttúrunnar. Anna Snædís notar mismunandi aðferðir grafíkur við vinnslu myndanna: ætingar, carbarondum og þurrnálsþrykk. Bókverkin á sýningunni eru unnin með blandaðri tækni, í þeim má sjá grafíkþrykk, teikningar og letur, verkin vísa bæði í náttúru og samfélag.

Verkin á sýningunni eru að hluta til þau sömu og sýnd voru á Munsterland Festival í Þýskalandi 2017, en þar komu saman listamenn úr norðri og suðri, frá Íslandi og Grikklandi og sýndu grafíkmyndir sínar. Sjá hér

Anna Snædís stundaði nám við MHÍ og er með M.Ed. gráðu í listasögu og verkmenntun frá HÍ. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga innanlands sem utan. Hún starfar við myndlist og kennslu

Heimasíður Önnu: 
www.annasnedis.com 
www.arkir.wordpress.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com