Untitled 1

Sýningaropnun á Kjarvalsstöðum – Hugur og heimur

Sýningaropnun á Kjarvalsstöðum
Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur
Safnanótt, föstudaginn 5. febrúar kl. 18

Kjarvalsstaðir verða opnaðir á ný með stórri sýningu á verkum Jóhannesar S. Kjarvals, föstudaginn, 5. febrúar kl. 18:00, sem jafnframt er Safnanótt. Sýningin hefur hlotið nafnið Hugur og heimur, þar sem meðal annars eru sýnd verk úr sjaldséðu einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsóttur. Á sýningunni eru málverk og teikningar frá öllum ferli Kjarvals. Þar má kynnast mörgum af hans lykilverkum og fá innsýn í þau meginstef sem voru uppistaðan í lífsverki hans. Annars vegar landið í öllum sínum fjölbreytileika og hins vegar það líf og þær táknmyndir sem Kjarval skynjaði í landinu.

Í vestursal safnsins gefst nú tækifæri til þess að sjá verk úr einstöku listaverkasafni sem hjónin Þorvaldur Guðmundsson, kenndur við Síld og fisk, og Ingibjörg Guðmundsdóttir létu eftir sig. Stóran sess skipar veggverk úr vinnustofu Kjarvals, Lífshlaupið, sem Kjarval málaði á árunum 1929-1933 á veggi vinnustofu sinnar í Austurstræti. Lífshlaupið varð sá heimur sem Kjarval skapaði sem umgjörð um listsköpun sína og daglegt líf. Árið 1933 auglýsti Kjarval sýningu á vinnustofunni þar sem Lífshlaupið var til sýnis. Í blaðagrein frá árinu 1936 er Lífshlaupinu lýst sem verðmætasta veggfóðri á Íslandi.

Í austursal safnsins eru sýnd valin verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur, þar sem meginstefin eru landið annars vegar og fantasían hins vegar. Leitast er við að draga fram þann kjarna í listsköpun Kjarvals sem byggir á því sem hugurinn nemur. Hér gefst tækifæri til nýrra kynna við verk Kjarvals þar sem áhersla er lögð á að draga fram þá miklu vinnu sem Kjarval lagði í listsköpun sína með stöðugum æfingum ásamt því að þjálfa sína innri sjón.

Sýningarstjóri er Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Hönnuður sýningarinnar er Axel Hallkell Jóhannesson. Mikið hefur verið lagt upp úr endurhönnun Kjarvalsstaða til þess að skapa verkum Kjarvals umgjörð sem dregur fram töfra verka hans.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnar sýninguna kl. 18 og kl. 19 hefst Safnanótt með fjölbreyttri dagskrá til miðnættis.

Kjarvalsstaðir hafa verið lokaðir í janúar vegna endurbóta en verða nú opnaðir aftur með þessari stóru Kjarvalssýningu í báðum sölum. Í tengslum við sýninguna verður viðamikil dagskrá, svo sem listsmiðjur fyrir fjölskyldur, námskeið um líf og list Kjarvals, málþing um listaverkasafnara og listaverkasöfn og margt fleira.

Jóhannes S. Kjarval: Mind and World

Museum Night, Friday 5 February at 6 p.m.

At the Museum Night, Friday 5 February, at 6 p.m., an extensive exhibition of the work of Jóhannes S. Kjarval will be opened. The name of the exhibition is Mind and World and consists of both paintings and drawings from the whole of Kjarval´s career.

The exhibition comprises two parts: the principal content will be rarely-seen works from the unique private collection of Þorvaldur Guðmundsson and his wife Ingibjörg Guðmundsdóttir, which are preserved at Gerðarsafn and are shown alongside pieces from the Reykjavík Art Museum’s own collection. The exhibition offers an excellent opportunity to see key works from the artist’s career, and to gain insight into the recurrent themes which are characteristic of his oeuvre – on the one hand Icelandic nature in all its diversity, and on the other the life and symbolism the artist sensed in his surroundings – perceived by the mind as much as seen by the eye.

The collection of Þorvaldur and Ingibjörg includes many of Kjarval’s key works, among them Lífshlaupið (The Story of Life), a large-scale mural from the artist’s studio in Austurstræti in Reykjavík. Completed in 1933, The Story of Life exemplifies various factors which recur regularly in Kjarval’s work: landscape and working life, while the work also includes the fantastical element which is a feature of much of his oeuvre.

Curator: Ólöf Kristín Sigurðardóttir, Director of the Reykjavík Art Museum. Designer: Axel Hallkell Jóhannesson. The exhibition galleries at Kjarvalsstaðir have been renovated and create a beautiful frame around many of Kjarval´s best works.

Ólafur Ragnar Grímsson, the president of Iceland, will open the exhibition at 6 p.m. Museum Night starts at 7 p.m. and the museum will be open until midnight free of charge.

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com