Harbinger

sýningaröð í Harbinger

Á þjóðhátíðardaginn 17.júní opnar ný sýningaröð í Harbinger sýningarýminu við Freyjugötu 1, undir stjórn Hildigunnar Birgisdóttur, sjá eftirfarandi:

———————

Sýningaröðin Meðvirkni hefst á samsýningu þeirra Ásgerðar Birnu Björnsdóttur og Gylfa Freeland Sigurðssonar í Harbinger, Freyjugötu 1. Samstarfið nefna þau Gerðu það! en opnunin verður á þjóðhátíðardaginn sjálfan, þann 17 Júní kl 17:00.

Meðvirkni er samsýning undir margföldunaráhrifum sem ætlar sér að þenja út sýningaformið og ljá því tilfinningalega spennu. Sýnendum fjölgar eftir því sem líður á sýningartímann, þar sem listamennirnir vinna eftir ströngu kerfi; efnistök eru frjáls en samfélagskvaðirnar miklar.

Sýningarröðin er tilraunaverkefni Harbinger, Hildigunnar Birgisdóttur (sýningastjóra) og 20 listamanna. Meðvirkni hagar sér eins og óþolandi keðjubréf sem bannað er að slíta. Sýningar opna á viku fresti og hver hópur verður að koma að sýningunni sem fyrir er og vinna hana áfram.

(ath tæknilegar upplýsingar um kerfi sýningarinnar er að finna í viðhengi)

————————

Opnanirnar eru 6 talsins:

17. júní / 1. vika / 1 opnun: 2 manna sýnig :
Gylfi Freeland Sigurðsson og Ásgerður Birna Björnsdóttir

24. júní / 2. vika / 2 opnun: 5 manna sýning (3 bætast við):
Klængur Gunnarsson, Sara Björg Bjarnadóttir og Hrefna Sigurðardóttir

1. júlí / 3. vika / 3 opnun: 9 manna sýning (4 bætast við)
Emma Heiðarsdóttir, Una Björg Magnúsdóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Valgerður Sigurðardóttir

8. júlí / 4. vika / 4. opnun: 14 manna sýning (5 bætast við):
Kosning stendur yfir

15. júlí / 5. vika / 5. opnun: 20 manna sýning (6 bætast við):
nánar auglýst síðar

22. júlí / 6. vika / Allir spila: 20 sýnendur koma sér saman um hvernig skuli ljúka sýningunni.

-Sýningin er opin frá föstudegi til miðvikudags milli 14-17 og eftir samkomulagi

___________________________________
Gylfi Freeland Sigurðsson:
nurplex.tumblr.com

Þegar ég vinn að myndlist líður mér eins og starfsmanni á Sorpu sem gengur út á bílastæði að sópa. Ég sópa stæðið, teygi aðeins úr mér, og held svo bara áfram út gangstíginn á Ánanaustum og langt út á Nes þar sem ég safna öllu saman í hrúgu og fleygi í ruslatunnu, og sópnum með.
Rökleysan er falleg og tilgangsleysið er gott.
Það er betra að gera eitthvað heldur en ekkert.
Of eðlilegur hlutur, of eðlilegt samtal, of eðlilegur dagur er eins og eitur í mínum beinum. Þá væri betra að vera heima að reyna að gleyma sér, eða búa til eggjahræru og kasta henni svo út um gluggann.

Gylfi Freeland Sigurðsson útskrifast úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands samdægurs sýningunni í Harbinger. Hann hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í ótal samsýningum.

_______________________________________
Ásgerður Birna Björnssdóttir:

www.asgerdurbirnabjornsdottir.info

B) Það er svo ótrúlega gott að mæla og það er svo gott að hafa yfirsýn og upplýsingar um allt sem er í gangi. 3 dl af hárgeli og 15 gr af líkjör, 2 cm af augnaráði, tsk af bíósalti og 7,6 spannir af baðmull. Það er alveg einstaklega gott að hafa rödd sem segir manni hvað ber að varast og hvað skuli taka til bragðs næst. Einhvern sem minnir mann á að passa sig á glufunni og muna að beygja til vinstri, skrá sig út og hægja á hraðanum.

“Vinsamlegast takið eftir”

C) Ég veit að þetta er allt þarna einhversstaðar en ég kem því ekki fyrir mig. Get ekki sett fingurinn á það, sama hvað ég píri augun og fálma. Þetta efni er til, ég er alveg viss en samt er eins og það sé ekki mitt að skynja. Hvernig kemst ég nær þessu ógreini- lega huliðsefni? Ég þarf að beygja reglustikuna og reikna í annari vídd – hrista rassinn, virkja alla draugaútlimi og henda mér útí mistrið. Þreifa mig áfram í þokunni og kannski ljóstra upp gleymdum frumleyndarmálum.
_________________________________
Með óbilandi von um góðar viðtökur og spennandi umfjöllun,

Hildigunnur Birgisdottir
vitleysingur@gmail.com
tel. +354 692 8711

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com