Fugl Bára

Sýningarlok og listamannaspjall í Harbinger — Bára Bjarnadóttir — 02.09.

(ENGLISH BELOW)

Sýningarlok og listamannaspjall

Bára Bjarnadóttir
‘Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun’ 
Sunnudagur 2. september kl. 15.

Jóhannes Dagsson og Sophie Durand leiða spjallið.

Verið hjartanlega velkomin!
Stöðugar rannsóknir á efnivið og flettingar í fræðiritum eru drifkraftur í verkum Báru. Þessar rannsóknir tvinnar hún saman við uppákomur í daglegu lífi sínu og fréttir úr fjölmiðlum sem fanga athygli hennar. Viðfangsefni verkanna eru oftar en ekki tengd FOMO, hlutbundinni verufræði, manngerðri náttúru og fjöldaframleiðslu. Í verkum sínum í Harbinger fæst Bára við fyrirbærið tíma og mismunandi birtingarmyndir hans í nútímasamfélagi.

Bára Bjarnadóttir (1991) býr og starfar í Reykjavík. Vorið 2017 útskrifaðist Bára úr Myndlistardeild Listaháskóla Íslands með BA gráðu. Vorið 2016 sótti hún InSitu deild Royal Academy, Antwerp í skiptinámi og 2013-2014 lærði hún í Gerrit Rietveld Academie.

Sýningin er hluti af sýningaröðinni “Við endimörk alvarleikans”. Sýningarstjórar eru Steinunn Önnudóttir og Halla Hannesdóttir og er sýningaröðin styrkt af Myndlistarsjóði.

http://barabjarnadottir.com/

///////////////////////////////////

End of show and artist talk

Bára Bjarnadóttir
‘There’s plenty of time in a 24 hour opening’ 
Sunday September 2nd at 3 PM.

Jóhannes Dagsson and Sophie Durand lead the artist talk.

Your attendance would be warmly welcomed!

Constant research into materials and a variety of subjects are the driving force in Bjarnadóttir’s work. This research is intertwined with events of her daily life and news reports that grab her attention and combined they draw a picture of the hectic quality of our lives, the constant flow of information and the relentless inner voice that tries to find a balance. In her work she deals with FOMO, object-oriented ontology, man-made nature and mass production. In the work presented in Harbinger Bjarnadóttir deals with
the phenomena of time and the various ways in which it
affects modern day lives.

Bára Bjarnadóttir (1991) lives and works in Reykjavík. She completed her BA studies at the Iceland University of Arts in 2017. In 2016 she studied at the InSitu department of the Royal Academy, Antwerp, and in 2012-13 she was a student at the Gerrit Rietveld Academie.

This exhibition is part of the exhibition series ‘Beyond Serious’ which is supported by the Icelandic Visual Arts Fund. It is curated by Halla Hannesdóttir and Steinunn Önnudóttir.

http://barabjarnadottir.com/

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com