Sýningarlok: Inngangur að efni / Finissage: Entrance to Material

Nú liður að lokum sýningarinnar ‘Inngangur að efni’.

Sunnudaginn 29.mars, sem er jafnframt lokadagur sýningarinnar, munu TOS designers halda listamannaspjall þar sem þær segja frá tilurð verkanna. Það verður kl.15, en þær Hildur og Rúna verða á staðnum frá 14-17.

Opnunartímar þessa lokadaga: fim 15-18

fös 14-18

lau 14-17

sun 14-17

íris2

(ljósmynd: Íris Stefánsdóttir)

TOS designers eru þær Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt, og Rúna Thors, vöruhönnuður. Þær hafa unnið saman síðan 2011. Þær vinna helst í steinsteypu og hingað til aðallega hluti fyrir útirými. TOS designer kynntust trefjasteypu í Sviss en það var ást við fyrstu sýn.

Gestir sýningarinnar fá að forvitnast um fyrstu kynni hönnuðanna af efninu, sem jafnframt eru fyrstu skrefin í nýju hönnunarferli. .

Þær nálgast viðfangsefni sín í gegnum leik og tilraunir. Í vinnu sinni leggja þær áherslu á opið og skapandi ferli. Í upphafi verks vita þær oft ekki hvað þær munu hanna, heldur elta þær það sem heillar og treysta aðferðafræðinni til að leiða þær á óvæntar slóðir. TOS designers vilja á þessari sýningu miðla hluta af ferli sem liggur að baki hvers hannaðs hlutar. TOS hlaut ferðastyrk úr Hönnunarsjóði Íslands og starfslaun hönnuða 2014. Þær nýttu styrkina meðal annars til að heimsækja Eternit, steypuverksmiðju, sérhæfða í ákveðinni trefjasteypu. Þar fengu þær að prófa sig áfram með efnið en afraksturinn má sjá á á sýningunni. Ekki er um eiginlega vöruhönnun að ræða heldur fyrstu kynni hönnuðanna af efninu þar sem eiginleikar þess eru kannaðir. Efnisprufur sem þessar eru hönnuðum TOS mikilvægar og einkennandi fyrir hönnunarferli þeirra. Það er þeim nauðsynlegt að skilja eðli efnisins, hvort sem um er að ræða efniviðinn eða viðfangsefnið.

Meðal fyrri verka TOS designers:

-Fjara, útisýningastandar fyrir Reykjavíkurborg, frumsýndir sumar 2015.

-Klettur, bekkur sem þær frumsýndu á HönnunarMars árið 2013 og er í framleiðslu hjá Steypustöðinni ehf. Bekkurinn var valinn Runners up hjá Grapevine design awards 2014.

-Balance point, leit að jafnvægispunkti milli steypu og líkama í dansverki. Verkið var flutt á Austurvelli á Menningarnótt 2011.

Nánar á http://tosdesigners.com

íris1

(ljósmynd: Íris Stefánsdóttir)

We have entered the final week of the exhibition ‘Entrance to Material’. On Sunday, March 29th, TOS designers will host an artist talk and explain the making of the works. This will take place at 3pm but Rúna and Hildur will be available from 2-5pm.

The opening hours this final week: Thu 3-6pm

Fri 2-6pm

Sat 2-5pm

Sun 2-5pm

TOS designers is a collaboration between architect Hildur Steinþórsdóttir and product designer Rúna Thors. They have worked together since 2011. They mostly work with concrete and, up until now, mostly with objects for outdoor use. TOS designers got to know fiber-cement in Switzerland and it was love at first sight. Visitors will witness the designers’ first encounter with the new material and the first steps of the design process.

TOS designers approach their subjects through experimentation and play. In their work they build on an open and creative process. In the beginning of a project they follow what fascinates them and trust their own methodology to lead them to unexpected results. In this exhibition, TOS designers want to communicate to the public the beginning of a new project.

TOS were awarded a travel grant from The Icelandic design fund and an Artist Endowment from the Iceland Ministry of Education and Culture in 2014. This enabled them to visit Eternit, a fiber-cement factory in Switzerland. There they were allowed to play with fiber-cement for two days and the outcome is exhibited at Harbinger. Experiments like these are of great importance for TOS and descriptive of their methods. It is also vital in the endeavour to get a deeper understanding of their subject.

Amongst previous works:

-Fjara “Coast” 2015, outside exhibition stands, commissioned by Reykjavík City Commune.

-Klettur “Rock”  2013, concrete outdoor benches,  produced by a local concrete factory, Steypustöðin ehf.

-Balance point 2011, an installation/performance. In search of a balance point between concrete objects and the human body.

For further information:

http://tosdesigners.com

        ———————————————————————————

               

        ———————————————————————————

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com