RagnheidurKaradottir1

Sýningarlok/end of show — Ragnheiður Káradóttir — Utan Svæðis/Out of range

(ENGLISH BELOW)

Ragnheiður Káradóttir
Utan svæðis

sýningarlok — 6.10.18

Sýningu Ragnheiðar Káradóttur Utan svæðis lýkur laugardaginn 6.október. Lokadaginn verður listamaðurinn á staðnum og tekur á móti gestum.

Opið er í Harbinger þriðjudaga til föstudaga frá 12-17 og laugardaga frá 14-17.

 

Moppuhaus vinnur verk sín streitulaust.

Rottur koma og fara.

Með myrkvuðum pollum á milli staða.

Beinahjasl á víð og dreif.

Mitt á meðal.

Utan svæða.

Innsetning Ragnheiðar í Harbinger er áframhald af því sem hún hefur verið að gera og þróa síðustu ár, samtal milli óræðra og skrýtilegra skúlptúra sem bjóða áhorfandanum að mynda sínar eigin tengingar og skilning. Í verkum Ragnheiðar á sér stað einhverskonar rof á veruleikanum á látlausan, nákvæman og dulúðugan hátt. Í verkum sínum notar Ragnheiður hversdagsleg efni og hluti, sem í meðförum hennar taka sér torkennileg hlutverk. Samskeyting kunnuglegra forma og efna mynda framandi hluti sem vísa í ólíkar áttir, nytjahlutir eru settir í nýjan búning og dauðir hlutir persónugerðir.

Ragnheiður Káradóttir (f.1984) býr og starfar í Brooklyn, New York. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk meistaranámi í myndlist vorið 2016 frá School of Visual Arts í New York. Ragnheiður hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér á landi sem og erlendis og er annar helmingur listatvíeykisins Lounge Corp., sem miðar að því að sýna myndlist í óhefðbundnum rýmum.

Sýningin er styrkt af: Launasjóði listamanna, Kjaran ehf. og Húsasmiðjunni.

Sýningin er hluti af sýningadagskránni Við endimörk alvarleikans sem er styrkt af Myndlistarsjóði. Sýningastjórar eru Halla Kristín Hannesdóttir og Steinunn Önnudóttir.

http://ragnheidurkaradottir.com/

https://loungecorp.fyi/

////////////

Ragnheiður Káradóttir
Out of range

end of show — October 6th

Please note that the final day of Ragnheiður Káradóttir’s exhibition Out of range, is this coming Saturday, October 6th. On the final day the artist will be present.

Harbinger is open Tuesday through Friday from 12 to 5 PM and Saturdays from 2 to 5 PM.

Káradóttir’s installation is a development and continuation of her previous work, a discourse between cryptic and bizarre sculptures which involves the spectator and prompts him to attribute his personal connotations and understanding. In Káradóttir’s work takes place a certain erosion of reality in a nonchalant, precise and enigmatic manner. Káradóttir makes use of everyday materials and objects, which through her handling assume puzzling roles. The junction of familiar shapes and materials produces alien objects which project diverse associations, utilitarian objects are recast and dead objects personified.

Ragnheiður Káradóttir (b.1984) lives and works in Brooklyn, New York. She completed her BA in Fine Arts at the Iceland University of Art in 2010 and her MA in Fine Arts at the New York School of Visual Arts in 2016. Káradóttir has participated in multiple exhibitions in Iceland and abroad, and is one half of the artist duo Lounge Corp, which organises exhibitions in unconventional spaces.

The exhibition is kindly supported by The Artist Salaries in Iceland, Kjaran ehf. and Húsasmiðjan.

This exhibition is part of the exhibition series ‘Beyond Serious’ which is supported by the Icelandic Visual Arts Fund. It is curated by Halla Hannesdóttir and Steinunn Önnudóttir.

http://ragnheidurkaradottir.com/

https://loungecorp.fyi/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com