5268c182 86d7 4933 9b4a D36649ca12fe

Sýningarlok – D32 Páll Haukur Björnsson: Heildin er alltaf minni en hlutar hennar

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús.

Síðasti dagur sýningarinnar Heildin er alltaf minni en hlutar hennar eftir Pál Hauk Björnsson er sunnudagurinn 18. mars.

Í list sinni notar Páll Haukur kyrr- og hreyfimyndir sem eru hverfulir, oftast úr náttúrunni, og varanleg, manngerð efni. Hann nálgast efnivið sinn með því að rekja upp og færa úr skorðum skilgreinda merkingu sem hlutirnir hafa öðlast. Hann hagræðir hlutum og færir þá frá hversdagsleika þeirra og kemur þeim þannig fyrir að eiginleiki þeirra verður óljós. Hluturinn er áminning um breytingar sem greinast ekki í augnablikinu en óma engu að síður í ólýsanlegum en auðþekkjanlegum stað í tungumálinu.

Páll Haukur er 32. listamaðurinn sem sýnir í sýningaröð D-salar sem hóf göngu sína árið 2007.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com