Eplid.logo

Sýningaraðstaða Eplið

Við á Eplinu viljum vekja athygli félagsmanna SÍM á sýningaraðstöðu Eplisins í Borgartúni 26. https://www.eplid.is  Eplið er hárstofa staðsett í björtu og glæsilegu rými sem býður upp á spennandi vinkil fyrir myndlistamenn. Við höfum nú þegar haldið nokkrar gestasýningar við góðar undirtektir. 

Rýmið ber stór myndverk á veggfleti og auk þess höfum við áhuga á innsetningu þrívíðra verka í rýminu. Sýning í Eplinu felur í sér beina nálgun myndlistar við almenning í daglegu lífi.

Sýningaraðstaðan er ókeypis en listamenn eru ábyrgir fyrir öllum kostnaði í tengslum við sýningarnar eins og prentun kynningarefnis, veggspjalds, tryggingar verka sem og öðru sem þeim þykir þurfa.  

Listamenn sjá alfarið um að setja upp verkin og taka niður í sýningarlok á opnunartíma Eplisins.

Mynda-upphengibrautir eru á veggjum og hægt er að hafa kynningarefni frá listamönnum á borðum.

Eplið kynnir sýningarnar á Facebook síðu Eplisins en listamenn sjá sjálfir um að vinna kynningartextann sem þar er birtur og einnig um aðrar kynningar.

Umsóknir sendist á netfangið eplid@eplid.is með upplýsingum um listamenn og fyrirhugaðar sýningar og myndum (jpg format) af nokkrum verkum sem ætlunin er að sýna.

Vonumst eftir góðum undirtektum.

Frekari upplýsingar veita Ragnheiður og Birna á netfanginu eplid@eplid.is

https://www.eplid.is

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com