Untitle123d 2

Sýningalok á Hugboð

Sýningalok á Hugboð, Aftur í sandkassann: Listir og róttækar kennsluaðferðir og Class Divider.

Sunnudaginn 10. apríl lýkur þremur sýningum í Hafnarhúsi: Hugboð, innsetning Moniku Grzymala í A-sal, sýningunni Aftur í sandkassann: Listir og róttækar kennsluaðferðir og innsetningu Berglindar Jónu Hlynsdóttur Class Divider.

Innsetning Grzymala er persónulegt viðbragð listakonunnar við rými safnsins, innblásið af ljóðinu Envoi eftir mexíkóska rithöfundinn Octavio Paz.

Jaroslav Anděl, sýningarstjóri Aftur í sandkassann: Listir og róttækar kennsluaðferðir, valdi að sýna verk nokkurra samtímalistamanna sem spyrja spurninga um eðli og hlutverk menntunar og líta jafnframt á sköpun sem lykilþátt í samfélaginu. Vísað er til hugmynda umbótasinna og hugsjónamanna á sviði menntamála og tvær mótsagnakenndar hliðar menntunar eru dregnar fram.

Berglind Jóna Hlynsdóttir spyr spurninga um hvernig við búum til tæki og kerfi til að flokka fólk eftir samfélagstöðu á hinum ýmsu stöðum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com