28056792 2047696088604273 6662829707853861694 N

Sýning: Þórey Eyþórs í Gallerí Vest

Sýning opin 14 – 17 alla daga nema mánudaga

Gallerí Vest
Hagamel 67, 107 Reykjavík

Þóreyju Eyþórs þarf varla að kynna, en hún hefur átt langan og farsælan feril sem listakona.  Hún útskrifaðist úr Myndlista og handíðaskóla íslands 1965.

Þótt myndsköpunin hafi alltaf átt drjúgan þátt í lífi hennar þá beindist menntaáhugi hennar framan af ævi að öðrum sviðum. Hún Lærði sérkennslufræði og talmeinafræði og síðast bætti hún við sig sálfræði. Þórey vann lengi við þessi fræði, aðallega í Noregi.

Á seinni árum hefur listaáhuginn vaknað aftur og hefur Þórey haldið fjölmargar einkasýningar og samsýningar hér lendis sem og í Noregi og Danmörku.

Þórey hélt meðal annars einkasýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur 2002, sem bar heitið “Frá þræði til heildar”.

Þórey hefur lagt mesta áherslu á Tekstíl list þó hún hafi víða komið við bæði með olíuliti og vatnsliti.

Þessi sýning Þóreyar er fyrst og fremst tekstíl sýning með að mestu leyti nýjum verkum unnum  á síðastliðnum misserum.

Það sem öðru fremur einkennir verk Þóreyjar er fjölbreytileiki og hugmyndaauðgi.

Aldurinn gefur manni aukið frelsi til að skapa það sem mann langar til. Þessi sýning ber þess sannarlega merki að hún leyfir huganum að taka flugið og leiðir mann inn í veröld fegurðar og gleði.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com