43712871 271148873528244 217341369700581376 N

Sýning Söru Vilbergsdóttur – Gallerí Göng Háteigskirkju

Sunnudaginn 21. október kl 16 opnar Sara Vilbergsdóttir sýninguna Vort daglegt brauð í Gallerí Göng/um í Háteigskirkju. Þar eiga stefnumót verk á ólíkum aldri, það elsta unnið 2006 og yngsta rétt óþornað. Í stuttu máli fjalla þau öll um tilvistina í henni veröld. Við erum öll á ferðalagi um lífið þó farartækin séu ólík. Sjónarhornin og tækifærin eru mismunandi. Verkin endurspegla nokkrar svipmyndir og vangaveltur úr ferðalagi Söru um lífið. Þau eru unnin með blandaðri tækni, í pappamassa, akríl og olíu svo eitthvað sé nefnt.

Sara Vilbergsdóttir hefur síðan námi hennar lauk starfað við myndlist, bæði að eigin myndsköpun og kennt í myndlistarskólum bæði börnum og fullorðnum. Haldið fjölmargar sýningar heima og erlendis og einnig unnið við dúettmálun með systur sinni, Svanhildi Vilbergsdóttur undanfarin 8 ár.

Gallerí Göng byrjaði starfsemi sína í vor en sýning Söru er 6.sýningin sem haldin er þar. Allir eru hjartanlega velkomnir á og verða léttar veitingar á opnun. Gengið er inn safnaðarheimilismegin eða að norðanverðu við kirkjuna.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com