Mirror Projector 2017

Sýning Sigurðar Guðjónssonar INNLJÓS á Blönduósi

Laugardaginn 7. júlí kl. 15 opnar sýning Sigurðar Guðjónssonar ,,INNLJÓS‘‘ í útihúsunum að Kleifum við Blönduós.

Á sýningunni fær innsetningin ,,INNLJÓS” sem samanstendur af þremur vídeóverkum nýja
umgjörð en verkin vöktu óskipta athygli gesta í kapellu Sankti Jósefsspítalans í Hafnarfirði
síðastliðið haust og færði sýningin Sigurði Íslensku Myndlistarverðlaunin 2018.
Sýningin á Norðurlandi vestra er haldin í samvinnu við ábúendur á bænum Kleifar og eru öll
verkin á sýningunni í eigu Listasafns ASÍ.

Sýning Sigurðar Guðjónssonar í Hafnarfirði s.l. haust var sú fyrsta í röð sýninga sem Listasafn
ASÍ skipuleggur og eru hluti af menntunar- og kynningarátaki safnsins til næstu ára. Listráð
safnsins valdi Sigurð Guðjónsson til samvinnu um innkaup og sýningahald úr hópi listamanna
sem svaraði kalli vorið 2017 og sendi inn tillögur til safnsins.

Safnið vinnur nú að því að koma upp nýjum sýningarsal og á meðan verða sýningar safnsins
haldnar í samstarfi við stofnanir og samtök víðsvegar um landið. Sýningarstaðirnir eru valdir í
samvinnu við listamennina sem hlut eiga að máli hverju sinni og verða til skiptis á
höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum.

Samhliða sýningum á nýjustu verkunum í eigu safnsins verða haldin námskeið í hreyfimyndaog
stuttmyndagerð fyrir grunnskólabörn þar sem unnið er með elstu verkin í safneigninni.
Næstu sýningar safnsins á nýjum verkum verða sýningar Hildigunnar Birgisdóttur sem haldnar
verða samtímis á tveimur stöðum á landinu n.k. haust.

Listráð Listasafns ASÍ 2017-18 skipa sýningarstjórarnir Dorothée Kirch og Heiðar Kári
Rannversson auk Elísabetar Gunnarsdóttur forstöðumanns safnsins.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com