14115505 10154542199828442 3814436681071165188 O

Sýning listamanna Gullkistunnar

Sunnudaginn 28. ágúst klukkan 15.00 ætla fimm bandarískar listakonur sem dvalið hafa á Gullkistunni á Laugarvatni í ágúst að opna sýningu á verkum sínum og segja frá dvöl sinni. Sjá nánar á facebook. Klukkan 16.00 verða einnig sýndar tvær stuttar heimildamyndir eftir eina þeirra. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru allir hjartanlega velkomnir.
Listamenn: Elizabeth Sher sinnir myndlist og kvikmyndagerð, myndlistarkonan Anna Lawrence, Brooke Holve sem notar gjarnan gamlar bækur sem hráefni í sinni myndlist og Sara Sutter rithöfundur. Elizabeth og Brooke dvöldu báðar á Gullkistunni fyrir þrem árum. Auk þeirra tekur tónlistarkonan Alison Leedy þátt í dagskránni.
Heimildamyndirnar tvær sem sýndar verða klukkan 16.00 eru eftir Eizabeth Sher.
PENNY er margverðlaunuð mynd sem fjallar um Penny Cooper baráttukonu fyrir jöfnum réttindum samkynhneigðra og varpar ljósi á þennan merka brautryðjanda og frábæra karakter. Penny er lesbía og aktívisti en jafnframt einn virtasti dómstólalögfræðingur í Kaliforníu.
Titlill seinni myndarinnar gæti útlagst á íslensku MINNING HINNA LÁTNU – LIST SORGARATHAFNA. Í henni er sorgarferlið skoðið í sögulegu ljósi og í ólíkum menningarheimum. Sagt er frá leit mannsins að leiðum til að lifa með og sættast við sorgina þar sem litið er á dauðann sem eðlilega og náttúrulega framvindu lífsins.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com