Untitled 1zd

Sýning í Listasal Mosfellsbæjar – Steinunn Marteinsdóttir

Kæru vinir,

Fimmtudaginn 18. febrúar eru liðin áttatíu ár frá því að ég leit dagsins ljós í fyrsta sinn. Ég ætla að halda upp á daginn með smá sýningu í Listasal Mosfellsbæjar. Þar sýni ég nokkur  málverk sem myndir eru birtar af í bók sem ég er höfundur að og gaf út í tilefni af þessum tímamótum. Einnig verður bókin sjálf til sýnis og því hægt að sjá hvernig prentun og vinnsla hefur til tekist.

Sýningin í Listasal Mosfellsbæjar verður opnuð kl. 16 fimmtudaginn 18. febrúar og verður opin þar fram á laugardag 27. febrúar á opnunartíma Bókasafns Mosfellsbæjar.  Opnunartímar bókasafnins: mánudaga til föstudags 12 – 18. Laugardaga 13 – 17. Lokað sunnudaga

Einnig verður opið á vinnustofu minni og heimili opnunarhelgina, föstudag , laugardag og sunnudag  19.-21. febrúar frá kl. 14 – 18. Mér þætti vænt um að sjá sem flesta á þessum dögum ef fólk hefur tækifæri  til þess að koma, en ég vil leggja áherslu á það að gjafir og blóm eru afþökkuð og einnig lofræður.

Bókin UNDIR REGNBOGANN verður til sölu við opnun sýningarinnar í Listasalnum á sérstöku afmælisafsláttarverði kr 5.000, og svo á Hulduhólum  þessa helgi.

Bestu kveðjur –

Steinunn Marteinsdóttir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com