Unnamed 4

Sýning í Fram og Aftur gallerí frá 29. okt – 14. nóvember

Verið hjartanlega velkomin á opnun í Fram og Aftur gallerí á opnu húsi í Myndlistaskóla Reykjavíkur 29. október frá 10:00 – 15:00. Freyja Eilíf sýnir ný skúlptúrverk á sýningu sem heitir Leiktu við mig. Sýningin verður opin til 14. nóvember og Fram og Aftur gallerí verður staðsett í Myndlistaskóla Reykjavíkur á meðan opnunartíma stendur.

Freyja Eilíf (f.1986) er myndlistarkvendi frá Reykjavík sem rekur gallerí Ekkisens í kjallara ömmu sinnar í Þingholtum. Þess má geta að Freyja var nemandi í „Myndló“ í tvö ár, útskrifaðist úr fornámi í myndlist og hönnun og var í diplómanámi í teikningu eitt ár. Hún útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014.

Fram og Aftur gallerí er sýningarstaður á hjólum sem ferðast innan Myndlistaskólans í Reykjavík. Sýningarrýmin eru skúffa, skápur, toppur, framan á hurð, hliðar og bak. Listakonurnar Gunnhildur Helgadóttir og Elín Anna Þórisdóttir hafa umsjón með sýningarrýminu. Elín er nemandi í skólanum og Gunnhildur er kennari við skólann.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com